Hvetur grásleppukarla til samstöðu

Aðeins tveir dagar eru í að grásleppuvertíðin hefjist.  Á vorjafndægri, nk föstudag 20. mars kl 08:00 er heimilt að leggja netin og hefja veiðar.  Óvíst er hversu marga daga hvert veiðileyfi gildir, en bráðabirgðaákvörðun gerir ráð fyrir 20 dögum.  Á síðustu vertíð voru veiðidagar 32.
Grásleppunefnd LS hefur fundað þétt að undanförnu.  Á fundunum hefur mest verið rætt um verð og horfur á komandi vertíð.  Fyrr í dag komst nefndin að þeirri niðurstöðu að leggja til lágmarksverð fyrir óskorna grásleppu.  Þó verðhækkun sé töluverð frá því í fyrra, er nefndin þeirra skoðunar að verðið muni auka jafnvægi og viðhalda þeirri stöðu sem grásleppukavíar hefur á mörkuðum.
Með verðákvörðuninni er verið að svara kalli grásleppukarla sem telja sig hafa verið í lausu lofti hvað verð áhrærir undanfarnar tvær vertíðir.  



Grásleppa.png