Sjávarspendýr og fuglar

Fiskistofa hefur beðið LS að vekja athygli grásleppukarla á að skylt er að skrá í afladagbók öll sjávarspendýr og fugla sem koma í grásleppunet.  
Veiðieftirlitsmenn munu ganga eftir að þessu ákvæði reglugerðar sé fylgt. 
Vakin er athygli á að Fiskistofa hefur gefið út nýja afladagbók þannig að hægt sé að uppfylla framangreinda skráningu.  Þeir sem ekki hafa orðið sér úti um nýja afladagbók eru beðnir að hafa samband við Fiskistofu sem sendir hana um hæl.
Samanber reglugerð um hrognkelsaveiðar ber leyfishöfum sem eru með eldri gerð afladagbókar að skipta yfir í og nota nýja þar sem gert er ráð fyrir skráningu fugla og sjávarspendýra.