Grásleppuvísitalan í hæstu hæðum

Screen Shot 2015-03-30 at 16.44.50.jpg

Hafrannsóknastofnun hefur birt niðurstöður úr árlegu vorralli um ástand grásleppustofnsins.  Þær sýna að stofnvísitala grásleppu hefur hækkað um 111% á tveimur árum.   Mældist 4,28 í stofnmælingu botnfiska árið 2013 en mælist nú 9,05.
Þetta eru afargóðar fréttir og í góðu samræmi við upplifun sjómanna um mokveiði í upphafi yfirstandandi vertíðar.

Screen Shot 2015-03-30 at 16.49.13.jpgStærð grásleppu sem nú veiðist er hins vegar ekki í samræmi við mælingar, sem sýna að hlutfall stórrar grásleppu (45-55 cm) er áfram lágt, en að sögn veiðimanna veiðist nú óvenju stór grásleppa.  

Dreifing grásleppunnar í ralli í ár er austlægari en í fyrra. 
Í bréfi Hafrannsóknastofnunar til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ráðleggur stofnunin að heildaraflamark grásleppu á yfirstandandi vertíð verði 6.200 tonn.   Miðað við að 550 kg skili einni tunnu af hrognum svarar það til um 11.300 tunna.