Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur birt á heimasíðu sinni frétt er varðar fjölgun grásleppuveiðidaga úr 20 í 32.
Í henni kemur m.a. fram að
„Ákvörðunin skoðast áfram sem fjöldi daga til bráðabirgða og verður endurskoðuð um miðjan næsta mánuð þegar ætla má að betri yfirsýn verði komin yfir fjölda leyfa og aflabrögð. Í þessu samhengi er rétt að geta þess að grásleppa af Íslandsmiðum hefur fengið MSC-vottun með þeim skyldum um ábyrga fiskveiðistjórn sem því fylgir, að halda veiðum í samræmi við ráðgjöf um leyfilegan heildarafla.