Frumvarp um veiðigjöld

Á næstu dögum mun sjávarútvegsráðherra mæla fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um veiðigjöld.  Í athugasemdum við frumvarpið er í 3. lið fjallað um meginefni frumvarpsins.  
Veiðigjald verði ákveðið til þriggja ára á grundvelli sömu aðferðar og viðhöfð var við            
        ákvörðun gjaldanna fyrir yfirstandandi fiskveiðiár 2014/2015.
Ákveðið verði tiltekið lágmarksveiðigjald á alla stofna.
Veiðigjaldsnefnd verði falið að reikna framlegð við veiðar á einstökum nytjastofnum og 
        afkomigildi.
Sérstakt álag (10 kr/kg) verði lagt á veiðigjald á makríl.
Veiðigjald verði innheimt í staðgreiðslu.
Fyrirmæli um tímabundna lækkun veiðigjalds vegna kvótakaupa taki nokkrum breytingum.
Tekið verði upp veiðigjald á hvalveiðar.
Upplýsingum um kostnað við veiðar verði safnað með skattframtölum.