Færaveiðar á makríl við strendur landsins hófust fyrir alvöru árið 2013. Þá stunduðu um 90 bátar veiðarnar og var aflinn um 4.700 tonn eða 3,4% af heildarafla það árið. Í fyrra fjölgaði smábátum á makríl og varð veiði þeirra 121 báta sem þær stunduðu um 7.500 tonn eða 4,9% af heildinni.
Fyrir þennan tíma höfðu smábátar reynt fyrir sér á makríl, en hversu lítið hann kom á þeirra veiðisvæði var árangur lítill. Á árinu 2009 var aflinn innan við 10 tonn, 2010 reyndu 11 bátar fyrir sér og veiddu alls 180 tonn, 304 tonn voru veidd af 21 bát 2011 og 2012 veiddu alls 17 bátar 1.099 tonn af makríl með færum. Hæst komst heildarhlutur bátanna á þessu tímabili í 0,8%.
Á Alþingi er nú fjallað um frumvarp um stjórn veiða á NA-Atlantshafsmakríl. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að makríllinn verði kvótasettur, öllum bátum sem stundað hafa makrílveiðar undanfarin ár verði úthlutað kvóta og kerfinu þar með lokað. Við skiptingu heimildanna verði hlutur smábáta, færaveiða við strendur landsins, aðeins 5%. Það er langt frá kröfum Landssambands smábátaeigenda sem lúta að frjálsum veiðum þar sem viðurkennt verði að hlutur þeirra verði 18%.
Í Fiskifréttum í dag er fjallað um málið og m.a. rætt við Örn Pálsson.pdf. Einnig er í blaðinu birt sérstök frétt um kvótasetningu.pdf smábáta og birt tafla yfir þá 20 báta sem hæsta hlutdeild hafa. Samanlögð hlutdeild þeirra er tæp 50%.
Alls nær kvótasetningin til 164 báta sem er sá fjöldi smábáta sem veitt hafa makríl á sl. sex árum, tímabilinu 2009 – 2014.