Strandveiðigjald skilaði 176 milljónum

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur svarað fyrispurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni (D) um tekjur af strandveiðigjaldi.   Gjaldið var sett á árið 2010 þar sem hverri útgerð var gert að greiða kr. 50 þús. sem renna skildi til hafna landsins í hlutfalli við landaðan afla af strandveiðum.
Í svari ráðherra kemur fram að á tímabilinu 2010 – 2014 hafa útgerðir strandveiðibáta greitt 176,4 milljónir til hafna landsins.  Fiskistofa hefur árlega deilt út því fé sem greitt hefur verið.  Mest hefur komið í hlut Patreksfjarðarhafnar 9,9 milljónir, Sandgerðishöfn hefur fengið 9 milljónir og til hafnarinnar á Skagaströnd hafa verið greiddar 8,5 milljónir.   
Í svarinu kemur einnig fram að tekjur af gjaldinu hefur alls skilað sér til 60 hafna og verið notað í almennan rekstur, viðhald og uppbyggingu.
Löndun Patró strandv. 2013.jpg