Mikið hefur verið um fyrirspurnir frá félagsmönnum til skrifstofu LS um yfirvofandi verkfall. Hvenær það hefjist, hverjir verði þátttakendur?
Verði ekki samið fyrir hádegi fimmtudaginn 30. apríl, hefst vinnustöðvun sem standa mun til miðnættis þess dags. Næsta verkfallslota stendur yfir í 2 sólarhringa, hefst á miðnætti miðvikudaginn 6. maí og stendur til miðnættis þann 7. maí. 19. og 20. maí verður verkfall og verði ekki búið að semja fyrir 26. maí hefst ótímabundin vinnustöðvun frá miðnætti þess dag.
Á heimasíðu Starfsgreinasambandsins er listi yfir þau aðildarfélög sambandsins sem framangreind vinnustöðvun nær til.
Ástæða er til að taka það sérstaklega fram að verkfallið nær ekki til sjómanna og beitningafólks þó viðkomandi séu innan aðildarfélaga sem boðað hafa verkfall.