Áhrif yfirvofandi verkfalls

Eins og hér hefur komið fram kemur víðtæk vinnustöðvun til framkvæmda á hádegi á morgun og stendur til miðnættis.  Meðal þeirra sem leggja niður störf er fiskverkafólk og vöruflutningabílstjórar.  Það má því reikna með einhverri röskun í fiskvinnslunni.  
Í næstu viku verða áhrif vinnustöðvunarinnar meiri þar sem hún nær til tveggja daga, miðviku- og fimmtudags, 6. og 7. maí.
Áhrifanna gætir þá einnig á strandveiðar sem hefjast nk. mánudag 4. maí.
LS hvetur félagsmenn til að kynna sér vel móttöku á fiski og skipuleggja veiðar eftir því.