Veiðigjald – verður fastur afsláttur afnuminn?

Landssamband smábátaeigenda hefur skilað umsögn um frumvarp til laga um veiðigjald.  Frumvarpið veldur LS vonbrigðum en bindur vonir sínar við að atvinnuveganefnd, sem nú hefur málið til meðferðar, geri á því breytingar.
Helstu atriði frumvarpsins sem breytt er frá núverandi lögum eru:
1. Fastur afsláttur sem nú er 250 þús. á sérstakt veiðigjald verður afnuminn.  Í stað hans 
        verður veittur afsláttur frá og með fiskveiðiárinu 2016/2017 að hámarki 100 þúsund á 
        veiðigjald sem er lægra en 1 milljón.  Ekki er gert ráð fyrir afslætti á næsta fiskveiðiári.   
        Veldur allt að 127% hækkun milli ára.
2. Almennt og sérstakt veiðigjald verða sameinuð í eitt gjald
3. Veiðigjald verður innheimt með staðgreiðslu
4. Afsláttur af veiðigjaldi vegna skulda sem urðu til við kvótakaup verður skertur
5. Veiðigjald hækkar í helstu tegundum sem smábátar veiða.
Screen Shot 2015-05-07 at 22.45.04.png