Strandveiðar hófust 4. maí sl. Eins og endranær er þátttaka ágæt, en alls hafa 447 bátar fengið útgefin leyfi. Að loknum 6. degi veiðanna 12. maí höfðu 340 bátar hafið veiðar, sem er um hundrað færri en á sama tíma í fyrra.
Alls hafa bátarnir farið í 1.212 róðra og aflinn kominn í 700 tonn. Eins og fyrri ár er aflinn mestur á svæði A, en þar liggur 2/3 þess sem búið er að veiða.
Miðað við upphaf veiðanna, er ólíklegt að komi til lokunar í maí á svæðum B, C og D, en líklegt að viðmiðunarafli á svæði A klárist í næstu viku. Þar á eftir að veiða þriðjung af viðmiðunarafla mánaðarins.
Sjá nánar: