Ella Kata SH 96 hæst eftir 7 daga

Góður kippur kom í strandveiðarnar sl. þriðju- og miðvikudag.  Samanlagt 190 tonn á svæði A, 60 tonn á svæði B, 44 tonn á C og 49 tonn á svæði D.
Alls eru 376 bátar byrjaðir veiðar og heildaraflinn kominn í 868 tonn sem er 37% af því sem veiða má í maí.   Það gengur hratt á aflaviðmiðun á svæði A, 161 tonn eftir af 715 tonna viðmiðun.
5650_390.jpg
Ella Kata SH 96 á Rifi er kominn með mestan afla eftir 7 daga – 5.871 kg.  Að sögn Helga Más Bjarnasonar eiganda bátsins hefur gengið vel það sem af er, einna helst er það veðrið sem er að gera manni óleik.  Norðvestan kaldaskítur með snjókomu og slyddu og leiðinda ágjöf.
Alls eru 13 bátar komnir með yfir fimm og hálft tonn, af þeim eru 11 á svæði A og sinn hvorn 
báturinn á svæðum B og C.
Ljósmynd:  Björgvin H. Björgvinsson
Strandveiðar til og með 13. maí.

Screen Shot 2015-05-15 at 09.33.40.png