Það er mat Fiskistofu að viðmiðunarafla strandveiða á svæði A verði náð eftir að loknum róðrum á morgun þriðjudag. Fiskistofa hefur af því tilefni auglýst í Stjórnartíðindum þar sem stöðvun strandveiða er tilkynnt á svæði A.
Frá og með 20. maí til og með 31. maí eru strandveiðar á svæði A (Eyja- og Miklaholtshreppur – Súðavíkurhreppur) óheimilar.