Afli minnkar um 10%

Það sem af er fiskveiðiárinu hafa krókaaflamarksbátar fiskað alls 46.282 tonn.  Það er 10% eða rúmum fimmþúsund tonnum minna en á sama tíma í fyrra.  
Í helstu tegundunum þorski og ýsu er umtalsverður samdráttur.  
Athygli vekur að þrátt fyrir að úthlutun í þorski hafi verið svipuð milli fiskveiðiárana vantar 2.867 tonn upp á það sem veiðst hafði af honum á sama tíma í fyrra.  Skýringana er m.a. að finna í að nú er í fyrsta skipti heimilt að færa þorsk úr krókaaflamarkskerfinu upp í aflamarkskerfið.  Það er þó einungis hægt með því að fá jafnmörg ígildi af ýsu í staðinn.  Gegnum þetta hlið hafa farið 843 tonn af þorski úr krókaaflamarkinu og í stað 648 tonna af ýsu. 
Samdráttur í ýsu er 2.192 tonn eða 22,6% minni afli en á sama tíma í fyrra.   Skýring þessa er einkum að leita í fimmtungs kvótaskerðingu milli ára eða um eitt þúsund tonn.  Þá hefur mönnum tekist að forðast ýsuna meir en í fyrra og því ekki leigt jafn mikið til sín.
Grásleppan stendur fyrir sínu

Eina tegundin sem gefið hefur umtalsverðan meiri afla á yfirstandandi fiskveiðiári en á sama tímabili í fyra er grásleppan.  Þar er afli krókaaflamarksbáta nú 1.064 tonnum meiri en í fyrra.
Grásleppa.png