Sprenging í útflutningi á ferskum þorski

Á fyrsta ársfjórðungnum var fluttur út ferskur þorskur fyrir 6,4 milljarða  sem er þriðungi meira en á sama tíma í fyrra.  Umreiknað til kílóverðs er hækkunin hvorki meira né minna en 19%.  
Frakkar eru langstærsta viðskiptaþjóð okkar í ferskum þorski.  Þeirra hlutur var 45% af 5000 tonna heildarútflutningi.  Aukning milli ára í magni til Frakklands var 60%.   Útflutningsverðmæti þangað voru 3 milljarðar. 
Unnið upp úr gögnum frá Hagstofu Íslands