Fyrsta tímabili strandveiða er lokið. Veiðidagar voru 14 í maí og dugði viðmiðunarafli á öllum svæðum að A undanskildu. Þar kláraðist aflinn 19. maí og því voru dagarnir þar aðeins 9.
Ónýttur afli í maí á svæðum B, C og D færist yfir í júní og hækkar viðmiðun sem því nemur.
Alls voru 447 bátar sem stunduðu strandveiðar í maí sem er nokkru færra en í fyrra þegar 510 bátar lönduðu afla. Aflinn nú varð 1.483 tonn sem um 500 tonnum minna en í fyrra. Þá fækkaði löndunum um 1000 sem er fjórðungs minnkun.
Aflahæstu bátarnir á hverju svæði voru:
Svæði A: Naustvík ST 80 7.376 kg í 9 róðrum
Svæði B: Fengur ÞH 207 10.594 kg í 14 róðrum
Svæði C: Sóley ÞH 28 8.019 kg í 11 róðrum
Svæði D: Hulda SF 197 8.910 kg í 11 róðrum