Hinn 27. maí sl. samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar samhljóða áskorun til stjórnvalda vegna strandveiða og að hún verði send atvinnuveganefnd Alþingis.
Bókun bæjarráðs Fjallabyggðar um málefnið var eftirfarandi:
„Lögð fram tillaga Landssambands smábátaeigenda til að efla strandveiðar enn frekar. Hún byggir á því að bætt verði 2.000 tonnum við heildaraflaviðmiðun þeirra.
LS leggur til að tillagan verði útfærð í þeirri þingsályktun sem sjávarútvegsráðherra er skylt að leggja fyrir Alþingi fyrir þinglok nú í maí.
Bæjarráð tekur undir að efla þurfi strandveiðar með auknum aflaheimildum.