Þorskkvótinn verði 270 þús. tonn

Í gær – 15. júní – fundaði LS með sjávarútvegsráðherra um tillögur Hafrannsóknastofnunar um heildarafla á næsta fiskveiðiári.  Landssambandið kynnti ráðherra tillögur sínar ásamt ítarlegri umsögn og rökstuðningi.
LS ráðleggur ráðherra að víkja ekki frá tillögum Hafró í keilu, bæta við í þorski, ýsu, steinbít og ufsa.  Í löngu mælir LS hins vegar með lægri afla, hann verði 14 þúsund tonn sem er 2.300 tonnum lægra en tillaga Hafró .
Tillögur LS:
Screen Shot 2015-06-16 at 13.14.56.png

63 þús. tonn óveidd

Í rökstuðningi LS til aukins þorskafla segir m.a.:
Hlutfall þess sem veitt hefur verið ár hvert úr veiðistofninum hefur á undanförnum fjórum árum verið innan við 20%.  Verði hins vegar farið eftir tillögum LS um 270 þús. tonn mun veiðihlutfallið verða nokkru hærra.  LS minnir á að inneign er svo sannarlega fyrir slíkri veiði, þ.s. bakreikningar sýna að alls 63 þús. tonn vantar upp á að veiði sl. 4 ára hafi skilað 20% af veiðistofni.  Hér er aðeins tekinn um helmingur þess 31 þús. tonn og bætt við ráðlagðan hámarksafla Hafrannsóknastofnunar. 
Framangreindu fylgir eftirfarandi tafla:
Screen Shot 2015-06-16 at 13.24.23.png
 
Sjór fer kólnandi

Í umsögn LS er sérstakur kafli um breytingar sem orðið hafa á hitastigi sjávar frá í fyrra.  Þar segir m.a.
  
„Á helstu uppeldisstöðvum þorsks hér við SV-horn landsins er sjór nú ívið kaldari en hann hefur verið undanfarin ár.  Frá árinu 2010 hefur sjór farið kólnandi en svo virðist að nú hafi slegið verulega niður við Suður- og Vesturland og Vestfirði.  Hitastig sjávar úti fyrir N-landi er hins vegar enn hækkandi og að sama skapi við NA-horn landsins.  Þar hefur kaldi sjórinn færst fjær landi.  Myndir sem hér fylgja staðfesta hitastigsmælingar sjómanna sem sýna greinilegan mun á hitastigi. Smábátaeigendur eru á einu máli um að þessi snögga og mikla kólnun muni hafa áhrif á vöxt, að það muni draga úr vaxtahraða og meðalþyngd lækka.  Hún muni hins vegar ekki hafa áhrif á viðgang þorskstofnsins, hvað náttúrulegan dauða snertir.