Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð um makrílveiðar 2015. Í reglugerðinni er kveðið á um að smábátar verði kvótasettir á komandi vertíð eftir þeirri aðferð sem er í frumvarpi ráðherra sem er til meðferðar í atvinnuveganefnd Alþingis.
Stjórn Landssambands smábátaeigenda hefur fundað um þá stöðu sem upp er komin og af því tilefni sent frá sér harðorða samþykkt, þar sem lýst er vantrausti á embættisfærslu ráðherra og þess krafist að reglugerðin verði dregin til baka.
Samþykkt stjórnar LS: