101 Strandveiðar

Að loknum strandveiðum í gær 23. júní eru veiðidagar orðnir 101 talsins á þessu 7. ári sem veiðarnar hafa verið stundaðar.  Eftir frekar rólega byrjun eru veiðarnar að taka við sér og afli á svæðum B og C að glæðast.  Á svæði D eru veiðarnar hins vegar en undir væntingum ef undan eru skildir bátar frá Hornafirði.
Alls hafa strandveiðibátar veitt 3.473 tonn á tímabilinu sem svarar til 34,4 tonna á hvern dag.  Mestum afla var landað mánudaginn 15. júní sl. 272 tonn.   Á bakvið þennan afla standa 557 bátar sem farið hafa í 6.246 róðra.  Afli í hverjum róðri er að meðaltali 556 kg.
Útlit er fyrir að ekki þurfi að koma til frekari veiðistöðvunar í júní en orðin er á svæði A.  Það verður að vísu nokkuð tæpt á svæði B þar sem 238 tonn þurfa að duga í 4 daga.  Á svæði C eru 649 tonn eftir og á D 654, sem munu koma þeim til góða í júlí og ágúst.
Screen Shot 2015-06-24 at 10.10.50.png
Í atvinnuveganefnd Alþingis er til meðferðar þingsályktun um ráðstöfun afla í pottana.  LS hefur gert þá kröfu að viðmiðunaraflinn verði hækkaður um 2.000 tonn, þannig að ekki þurfi að koma til stöðvunar veiða í hverjum mánuði, eins gerist á svæði A.