Makríllinn – Hvað verður um reglugerðina?

Fréttir frá Alþingi herma að náðst hafi sátt um að þinglok verði nk. föstudag.  Liður í samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu er að fresta afgreiðslu á makrílfrumvarpinu.  Það mun því ekki verða afgreitt frá atvinnuveganefnd að þessu sinni.  

Eins og fram hefur komið var gefin út reglugerð 16. júní sl. um stjórnun veiða íslenskra skipa á makríl fyrir árið 2015, 16. júní sl.  Reglugerðin er samhljóða frá í fyrra að því undanskildu að veiðar smábáta sem veiða um línu eða handfærum. 

Samkvæmt reglugerðinni hefur verið reiknaður kvóti á hvern einasta smábát sem veitt hefur makríl á tímabilinu [2009 – 2014].  Texti reglugerðarinnar um veiðifyrirkomulag smábáta var samhljóða þeim sem fram kom í frumvarpi sjávarútvegsráðherra um stjórn veiða á NA-Atlantshafsmakríl.  Þar sem frumvarpið verður ekki að lögum á þessu þingi vaknar sú spurning hvort reglugerðinni verði ekki breytt og sams konar veiðifyrirkomulag og verið hefur sl. 5 ár framlengt.