Þingsályktun um áætlun um meðferð og ráðstöfun aflamagns sem dregið er frá heildarafla fyrir fiskveiðiárið 2015/2016 hefur verið samþykkt á Alþingi.
Þar er m.a. gert ráð fyrir að aflaviðmiðun til strandveiða verði auknar um 400 tonn, en LS hafði farið fram á 2.000 tonn með ítarlegum rökstuðningi. Auk þess höfðu eftirtalin sveitarfélög tekið undir tillögu landssambandsins: Vesturbyggð, Ísafjarðarbær, Bolungarvík, Grundarfjörður, Fjallabyggð, Skagafjörður og Stykkishólmur.
Það eru LS gríðarleg vonbrigði að meirihluti atvinnuveganefndar hafi ekki orðið við tillögu um 2.000 tonna aukningu og með öllu óskiljanlegt að strandveiðar hafi a.m.k. notið 10% aukningar á veiðiheimildum í þorski.