Fengur ÞH, Sóla GK, Stella EA og Kári BA

Öðru tímabili strandveiða er lokið.  Veiðidagar í júní voru 17 talsins.  Ekki kom til lokunar á svæðum C og D.  Á svæði A dugði viðmiðunin í 11 daga og á svæði B vantaði aðeins einn dag upp á að júníaflinn dygði.

Ónýttur afli færist milli mánaða.  Alls 489 tonn á svæði D og 488 tonn á C svæðinu, 45 tonn á B og 15 tonn á A svæði.

Alls eru 571 bátar byrjaðir veiðar, en útgefin leyfi eru komin í 615.  Flestir eru bátarnir á svæði A en þar lönduðu 209 bátar í júní alls 857 tonnum.

Heildarafli strandveiða þegar þær eru hálfnaðar er 4.014 tonn.  Þeir hafa farið í 7.164 róðra til að ná þessum afla og notað til þess 112 daga.  Meðalafli á hvern dag er 35,8 tonn.

Aflahæstu bátarnir á hverju svæði eru:

Svæði A:     Kári BA 132         15.888 kg 20 róðrar

Svæði B:     Fengur ÞH 207 21.980 kg 29 róðrar

Svæði C:     Stella EA 28         16.530 kg 24 róðrar

Svæði D:     Sóla GK 36         17.090 kg 23 róðrar

Aflahæstir maí – júní 2015.pdf



Screen Shot 2015-07-02 at 18.36.45.png