Sumarhátíð LS

Nú styttist í sumarhátíð LS sem haldin er í tilefni 30 ára afmælis Landssambands smábátaeigenda að Hellishólum 17. og 18. júlí nk.  Öll aðstaða þar er til fyrirmyndar, hvort sem fólk er með tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi eða annað.
Gert er ráð fyrir að gestir fari að tínast á svæðið á föstudag, en sjálf hátíðin verður sett á laugardeginum.   
Sumarhátíð  Landssambands smábátaeigenda
Dagskrá
Kl 10:00 Hátíðin sett – Halldór Ármannsson formaður
Kl 11:00 Skráning í Smábátar Open 2015
smabatar_open_2015_smallx.jpg
Kl 11:15 Skákmót trillukarla – teflt verður 2 x 5 mín.
Kl 12:15 Ræst út á Smábátar Open 2015
Kl 18:00 Grillun með tilheyrandi spjalli og skemmtilegheitum
Kl 20:30 Borðhald innandyra í hátíðarsal Hellishóla
Verðlaunaafhendingar
Söngur glens og gleði, sögur frá gestum ofl.
Skráning á afmælishátíðina er í fullum gangi.  Þeir sem enn hafa ekki skráð sig eru beðnir um að gera það nú þegar eða eigi síðar en nk. sunnudag 12. júlí.