Makrílvertíðin ??

Upphaf makrílvertíðar smábáta virðist ætla að láta bíða eftir sér.  Fáir bátar eru búnir að leysa út leyfi og aðeins tveir hafa landað afla.  
Að sögn Unnsteins Þráinssonar á Sigga Bessa hefur hann verið að kanna veiðislóðina á undanförnum dögum.  Hann ákvað að reyna fyrir sér við Hrollaugseyjar 8. júlí sl. þar sem talsvert magn virtist vera á ferðinni.  Eins og við mátti búast var makríllinn ekki auðveiddur, en gaf sig undir kvöld og hafði hann 2 tonn upp úr flekknum.
Mikil áta var í makrílnum og því ekki tímabært að hefja veiðar strax.  Þá bætist við að óvissa er með markaði og engin verð komin í loftið til að styðja við ákvörðun um veiðarnar.
Á sama tíma í fyrra höfðu 26 smábátar hafið veiðar og landað tæpum 200 tonnum.
 
Siggi Bessa.jpg