Veiðigjöld 2015 / 2016

Gefin hefur verið út reglugerð um fjárhæð, álagningu og innheimtu veiðigjalds fiskiveiðiárið 2015/2016.  Helstu breytingar frá gildandi reglugerð eru eftirfarandi:
1. Gjaldið verður ekki lengur tvískipt – almennt gjald og sérstakt veiðigjald heldur verður nú 
        aðeins um eitt gjald að ræða – Veiðigjald.
2. Fjárhæð veiðigjalds miðast við óslægðan afla.
3. Veittur er 20% afsláttur af fyrstu 4,5 millj. kr. álagðs veiðigjalds og 15% af næstu 4,5 millj. 
        álagningarinnar.  Heildarafsláttur getur því numið allt að 1.575 þúsundum.
4. Þeir aðilar sem njóta lækkunar veiðigjalds vegna kvótakaupa eiga ekki rétt á afslætti sbr. 3. 
        tl. hér að framan fyrr en sá réttur er uppurinn þá reiknast afsláttur af því veiðigjaldi sem lagt 
        er á eftir þann tíma. 
5. Veiðigjald greiðist af lönduðum afla.
6. Greiðslutímabil veiðigjalda er almanaksmánuður með gjalddaga 1. hvers mánaðar vegna 
        veiða næstsíðasta mánaðar.  Þ.e. afla sem landað er í janúar kemur til greiðslu í mars.
7. Mánaðarlegt greiðslufyrirkomulag kemur til framkvæmda 1. janúar 2016, álagt veiðigjald 
        fyrir afla frá 1. september 2015 til 31. desember 2015 kemur til greiðslu 1. febrúar 2016.
8. Aukin upplýsingaöflum gegnum skattskýrslu.
Screen Shot 2015-07-14 at 19.19.06.png