Viðbótarúthlutun á makríl til smábáta

Gefin hefur verið út reglugerð um ráðstöfun 2.000 tonna viðbótaraflaheimilda á markíl á árinu 2015.  Samkvæmt henni er hún eyrnamerkt til smábáta – báta styttri en 15 metra að mestu lengd og minni en 30 brúttótonn að stærð.  
Reglugerðin er sett með stoð í lögum um stjórn fiskveiða þar sem vísað er til ákvæðis til bráðabirgða VIII.   Veiðiheimildir til smábáta eru þar með komnar í 9.026 tonn sem jafngildir 5,2% heildarúthlutunar. 
Helstu atriði reglugerðarinnar eru:
  • Reglugerðin gildir um aflaheimildir á makríl á árinu 2015
  • Greiða þarf gjald – 8 krónur – fyrir hvert kíló 
  • Bátar sem fengu úthlutað 27 tonnum eða meira samkvæmt reglugerð 532/2015 þurfa að hafa veitt 80% sinna veiðiheimilda til að öðlast rétt til úthlutunar úr 2.000 tonna pottinum.
  • Bátar sem eru innan framangreindra stærðarmarka og fengu enga úthlutun eða minni en 27 tonn geta fengið úthlutað án veiðiskyldu.
  • Framsal á heimildum úr 2.000 tonna potti er óheimilt.
  • Hámarksúthlutun á bát eru 15 tonn.