Frysta makríl í beitu

Talsvert hefur verið hringt í skrifstofu LS og spurst fyrir um hvernig makríll sé bestur í beitu.   Þeir sem haft hefur verið samband við segja að makríll sem veiddur var í lok vertíðar hafi gefið mestan afla á línuna.  Þá hafi hann verið búinn að ná góðri fituprósentu.
Við meðhöndlun þarf að setja hann í kör strax og hann er veiddur, beint í krapa, ís og sjór.  Einnig er bent á að hraðari kæling fæst með því að strá smá salti í körin.
Við löndun þarf að moka 3 – 5 skóflum af ís í makrílinn þegar honum er sturtað í önnur kör.
Þá hefur einnig heyrst af aðilum sem lausfrysta makrílinn sjálfir í pönnum á gólfi í frystigámum og setja svo í tröllakassa til geymslu.
Flestir eru á því að best sé að láta frysta fyrir sig annaðhvort lausfryst eða pönnufryst (pressað).
Makríllinn er mjög feitur fiskur og því mjög viðkvæmur, hann þránar hratt ef kælingu er ábótavant og eins er geymsla í miklu frosti 24° – 27°C mjög mikilvæg til langs tíma.

til strandveiða.  Ráðuneytið féllst á beiðni Nesfisks um undanþágu fyrir 60 sjálfvirkar færarúllur, en það eru 56 rúllum fleira en venjulegum strandveiðibát er heimilt að nota. 

 
 

1 Apríl.png

Að sögn talsmanns ráðuneytisins er undanþágan veitt í þágu orkuskipta þar sem Baldvin Njálsson þarf ekki lengur að nota vélarafl til veiðanna.
Botntrollið hefur verið sett í land og í stað þess er komnar færarúllur á bæði borð.  Verið er að breyta olíutönkum skipsins í vistaverur fyrir áhöfnina, en gert er ráð fyrir 50 manns starfi um borð í hverri veiðiferð.
Áreiðanlegar heimildir herma að fleiri útgerðir stærri skipa ætli að nýta sér strandveiðar og leggja þar með sitt að mörkum til orkuskipta.
Landssamband smábátaeigenda fagnar þessu frumkvæði stórútgerðarinnar og telur að það færi stjórnvöld nær því að samþykkja aðalkröfu félagsins að gefa veiðar með færum frjálsar.
Baldvin Njálsson verður til sýnis í Reykjavíkurhöfn (Faxagarði) í dag.

Uppskriftir