Mánaðarleg athugun Landssambands smábátaeigenda á litaðri bátaolíu sýnir að verð heldur áfram að lækka.
N1 er áfram með lægsta verðið og býður nú lítrann á kr. 137,80, sem er 4,8% lækkun frá síðustu verðkönnun.
Munur á hæsta og lægsta verði 2,75% sem svarar til 4,90 kr.
Frá síðustu könnun hefur verð lækkað mest hjá N1 um 7 krónur, 4,8%.
Eins og í fyrri könnunum eru öll verð án afsláttar.
LS mun halda áfram verðathugun og hvetur félagsmenn að vera á verði varðandi afslætti sem fyrirtækin bjóða frá því verði sem hér er birt. Komið hefur í ljós að samanburður sýnir ekki alltaf þann afslátt sem viðkomandi er sagður hafa samið um.
Verð á lítra 26. júlí 2015
N1 137,80 kr / lítri
Skeljungur 138,90 kr / lítri
OLÍS 141,70 kr / lítri