Þriðja tímabili strandveiða er lokið. Veiðidagar í júlí voru 18 talsins. Ekki kom til lokunar á svæðum C og D. Á svæði A dugði viðmiðunin aðeins í 9 daga og á svæði B vantaði aðeins tvo daga upp á að júlíaflinn dygði.
Ónýttur afli færist milli mánaða á svæðum A og D, alls 324 tonn. Viðmiðunarafli í ágúst á svæði A verður því 490 tonn (429) og á svæði D 413 tonn (150). Uppsafnað frá fyrri tímabilum á svæði D eru því alls 263 tonn.
Á svæðum B og C hefur veiði farið umfram viðmiðun – alls 96 tonn. 57 tonn og á svæði B og 29 tonn á C og kemur það niður á viðmiðunarafla í ágúst. Bátar á svæði B mega þannig aðeins veiðar 248 tonn í ágúst og á C er viðmiðunin 302 tonn.
Alls eru 629 bátar byrjaðir veiðar, en útgefin leyfi eru komin í 648. Flestir eru bátarnir á svæði A en þar lönduðu 226 bátar í júlí alls 813 tonnum. Mestur afli í júlí varð hins vegar á svæði C, 1.156 tonn, en þar höfðu veiðar gengið illa í maí og júní sem ágæt aflabrögð í júlí hefur jafnað út.
Heildarafli strandveiða er kominn í 7.303 tonn. Alls hafa bátarnir farið í 12.788 sjóferðir til að ná þessum afla og notað til þess 181 dag. Meðalafli á hvern dag er 40,3 tonn.
Aflahæstu bátarnir á hverju svæði eru:
Svæði A: Hjörtur Stapi ÍS 124 22.550 kg 29 róðrar
Svæði B: Fengur ÞH 207 33.756 kg 44 róðrar
Svæði C: Stella EA 28 31.633 kg 41 róður
Svæði D: Hulda SF 197 29.721 kg 39 róðrar