Álagi á veiðigjald mótmælt

Á fundi stjórnar LS sem haldinn var 16. og 17. júlí sl. voru mörg mál dagskrá.  Meðal þeirra var aðkoma félagsins að kvótakerfi á makríl fyrir smábáta.  
Eins og fram hefur komið var það í óþökk smábátaeigenda að makríllinn væri kvótasettur.  Í bréfi LS til sjávarútvegsráðherra er því vísað á bug að í áliti umboðsmanns Alþingis fælust þau skilaboð „að skipta skuli um hest í miðri á þegar fyrir liggur að sá sem tekur við er haltur.
Hlutur smábáta verði 16%

Á stjórnarfundinum var samþykkt að skora á stjórnvöld að við útgáfu á skiptingu heildarafla á makríl verði hlutur smábátaeigeigenda 16%.   Veiðikerfi þeirra verði sóknartengt þar sem allir hafi jafnan rétt til veiða úr heildarpotti.  Nái smábátar ekki að veiða sinn hlut gangi óveiddur afli til stærri skipa, eins og segir í bréfi LS til sjávarútvegsráðherra.
Veiðigjald

Á fundinum var einnig fjallað um þau viðbótargjöld sem lögð hafa verið á síld og makríl.  
Í samþykkt stjórnar LS um málefnið segir eftirfarandi:
„Stjórn LS hafnar álagi á veiðigjald eins og tekin hafa verið upp við síld- og makrílveiðar smábáta.  Slík gjaldtaka á ekkert skylt við jafnræði gagnvart öðrum útgerðarflokkum og er bein ávísun á brottfall frá veiðum þar sem þær standa ekki undir sér.