Tuga milljarða markaður í uppnámi

Mikið óvissuástand hefur skapast vegna viðskiptabanns sem Rússar hafa sett á íslenskar sjávarafurðir.   Af því tilefni hefur stjórn Landssambands smábátaeigenda sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:
YFIRLÝSING

13.  ágúst 2015

Stjórn Landssambands smábátaeigenda lýsir miklum áhyggjum vegna 
ákvörðunar Rússa að setja viðskiptabann á vörur frá Íslandi.


LS varaði við þeirri stöðu sem upp er komin fyrir ári síðan og gagnrýndi 
þá að ekki hefði verið haft samráð við söluaðila sjávarafurða þegar 
utanríkisráðherra heimsótti Úkraínu í miðju átakanna 2014.
Yfirlýsingar voru gefnar sem ljóst var að hefðu áhrif á áratuga
viðskipti við vinaþjóð Íslendinga – Rússland.  LS hvatti þá til að varlega 
yrði farið í þessum málum því gríðarlegir hagsmunir væru þar undir.


Íslendingar sluppu það sinnið við að lenda á lista yfir þjóðir sem Rússar 
settu viðskiptabann á.  


Því miður hafa þessi mál þróast á enn verri veg, þar sem eitt verðmætasta viðskiptasamband þjóðarinnar er í uppnámi.  Verðmæti markaðarins telur 
í tugum milljarða.   


Þegar þetta er ritað hefur ríkisstjórnin enn ekki komið saman til að ræða 
þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin.   
Það er Landssambandi smábátaeigenda verulegt áhyggjuefni að upplifa 
bóltöku í þessu mikilvæga málefni. 
 

Landssamband smábátaeigenda hvetur stjórn og stjórnarandstöðu að taka 
höndum saman og gera allt sem í þeirra valdi er til að endurheimta viðskipta-
sambönd við Rússland.   LS vísar til góðra samskipta sem skapast hafa milli 
þjóðhöfðingja þessara grónu vinaþjóða við að finna lausn á þeirri alvarlegu 
stöðu sem málið er komið í.