Fundað um makrílinn

Frá því Rússar settu viðskiptabann á íslenskar sjávarafurðir hafa stjórnvöld unnið hörðum höndum við að meta og finna lausn á þeirri stöðu sem upp er komin.  Stærsta markaði fyrir uppsjávartegundir hefur verið lokað með þeim afleiðingum að miklir erfðleikar blasa við víða um þjóðfélagið.  
Þegar skoðaðar eru 4 tegundir sjávarafurða sést glöggt hversu mikilvægur markaður Rússland var Íslendingum á árinu 2014.   Taflan hér að neðan sýnir verðmæti og hlutdeild í heildarútflutningsverðmæti á karfa, loðnu, síldar og makríls sem Rússar keyptu héðan á sl. ári.
Alls nam verðmæti þessar viðskipta 23,3 milljörðum sem er þriðjungur heildarútflutningsverðmæta tegundanna
Screen Shot 2015-08-18 at 22.13.06.png
 
Meðal viðbragða stjórnvalda við þeim erfiðleikum sem blasa við er stofnun samráðshóps sem er ætlað að verða þeim til aðstoðar við að takast á við afleiðingar viðskiptabannsns.    Landssamband smábátaeigenda er þátttakandi í samráðshópnum og fundaði með embættismönnum fyrr í dag.
Umfjöllun um fundinn: