Olíuverð lækkar áfram

Mánaðarleg athugun Landssambands smábátaeigenda á litaðri olíu við bátadælu sýnir áframhaldandi lækkun.
Skeljungur er nú með lægsta verðið þar sem lítrinn kostar kr. 125,80 m. vsk, sem er 9,4% lækkun á einum mánuði.

Munur á hæsta og lægsta verði er nú aðeins 1,56% eða 2 krónur lítrinn.
Frá síðustu könnun hefur lítrinn lækkað mest hjá OLÍS kr. 13,90 sem jafngildir 9,8%.
Eins og í fyrri könnunum eru öll verð án afsláttar.
LS mun halda áfram verðathugun og hvetur félagsmenn að vera á verði varðandi afslætti sem fyrirtækin bjóða frá því verði sem hér er birt.
Verð á lítra 24. ágúst 2015
Skeljungur 125,80   kr / lítri
N1         126,80   kr / lítri
OLÍS 127,80   kr / lítri
Screen Shot 2015-08-25 at 13.01.42.png