Fjöldi þorskseiða slær öll met

Árlegur úthafsrækjuleiðangur Hafrannsóknastofnunar fyrir norðan og austan land fór fram 1. – 12. ágúst sl.   Alls var togað á 86 fyrirfram ákveðnum stöðvum.  
Screen Shot 2015-08-25 at 08.53.05.png
Döpru tíðindin af þessum leiðangri eru þau að vísitala veiðistofns úthafsrækju er sú lægsta sem mælst hefur síðan rannsóknir hófust árið 1988.
Ánægjulegu tíðindin eru hins vegar þau að mikið var af þorski á öllu svæðinu.  Þorskseiði í nær öllum togum vestan við Grímsey. 
Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar er fullyrt að úthafsrækjuleiðangur hafi aldrei áður skilað jafn miklu magni þorskseiða.