Næstkomandi þriðjudag 1. september gengur í garð nýtt kvótaár. Af því tilefni ritaði Georg Eiður Arnarson trillukarl í Vestmannaeyjum grein á blogsíðu sína.
Grein Georgs er afar áhugaverð þar sem hann kemur inn á fjölmörg málefni sem eru smábátaeigendum hugleikin. Má þar nefna ákveðnar skoðanir hans á tillögum Hafró um heildarafla, ástandi löngustofnsins, hringlanda í ýsunni, strandveiðum, veiðum stærri línubáta ofl.