Kjarasamningur undirritaður

Fyrr í dag rituðu formaður og framkvæmdastjóri LS undir kjarasamning við Starfsgreinasamband Íslands.  Samningurinn er um ákvæðisvinnu við línu og net.
Viðræður hafa staðið í nokkurn tíma, en þær voru hafnar í framhaldi af heildarkjarasamningum launþegahreyfinganna og Samtökum atvinnulífsins.
Í þeim samningi var ákvæði um að lágmarkslaun yrðu komin kr. 300 þús. 1. maí 2018.  Samningaviðræður tóku því mið af þeirri niðurstöðu.
Gildissvið samningsins er frá 1. maí 2015 – 31. desember 2018.  Á aðalfundum svæðisfélaga LS sem nú fara í hönd verður samningurinn til umræðu og afgreiðslu.
Samningurinn ásamt launatöflu hafa verið sett inn á heimasíðu LS og eru félagsmenn beðnir að kynna sér hann.