Veiðigjald af lönduðum afla

Með lögum 73/2015 um breytingar á lögum um veiðigjöld varð sú grundvallar breyting gerð að ekki er lengur innheimt veiðigjald af úthlutuðu aflamarki, heldur er innheimt veiðigjald af lönduðum afla.
Breytingin leiðir m.a. af sér að þeir sem taka kvóta á leigu þurfa auk þess að borga leiguna að greiða veiðigjald af því sem veitt verður.  
Greiðslutímabil veiðigjalds er almanaksmánuður með gjalddaga 1. hvers mánaðar vegna veiða næstsíðasta mánaðar.  Þ.e. afla sem landað er í janúar kemur til greiðslu í mars.
Mánaðarlegt greiðslufyrirkomulag kemur til framkvæmda 1. janúar 2016. 
Álagt veiðigjald fyrir afla frá 1. september til 31. desember kemur til greiðslu 1. febrúar 2016.

Veiðigjald einstakra tegunda á hvert kílógramm óslægðs afla:
Screen Shot 2015-09-04 at 08.59.39.png

Screen Shot 2015-09-04 at 09.00.01.png