Hulda SF, Fengur ÞH, Stella EA, Hjörtur Stapi ÍS voru aflahæstir strandveiðibáta á sínu svæði árið 2015. Sömu bátar voru einnig hæstir eftir júlí og breyttist röðin því ekkert í ágúst.
Hulda SF 197 frá Hornafirði var með mestan afla allra strandveiðibáta 2015 – 40.160 kg. Sæunn SF kom fast á hæla henni með 38.995 og í þriðja sæti var Fengur ÞH með 38.284 kg.
Skipstjóri og eigandi Huldu er Hólmar Unnsteinsson á Höfn. Hólmar er 25 ára Hornfirðingur og er þetta annað árið í röð sem hann er aflahæstur á strandveiðinni. LS óskar Hólmari til hamingju með árangurinn.
Aflahæstir á strandveiðum 2015.pdf