13,6 tonna meðaltal á bát

Nýliðið strandveiðitímabil skilaði 13,6 tonnum að meðaltali á bát.  Aukningin er tilkomin vegna færri báta sem stunduðu veiðar í ár en í fyrra.  Meðaltalið er það hæsta frá því strandveiðar hófust árið 2009. 
Heildaraflaviðmiðun hefur verið nánast óbreytt sl. 5 ár, eða frá 2011 þegar hún var 8.500 tonn.  Á strandveiðum 2016 verður viðmiðun að lágmarki 9.000 tonn.
Brýnt er að auka við aflaviðmiðun til strandveiða enn frekar og efla með því þennan farsæla og vinsæla útgerðarmáta.  Af tölum að dæma á einstaklingsútgerðin undir högg að sækja og ekkert annað en sanngjarnt að tryggja strandveiðum samfelda sókn fjóra daga í viku hverri.
Screen Shot 2015-09-10 at 23.29.35.png