Guðlaugur nýr formaður Snæfells

Aðalfundur Snæfells var haldinn í Ólafsvík í gær, sunnudaginn 13. september.  Fundurinn var ágætlega sóttur og umræður málefnalegar.
Í upphafi fundar tilkynnti Valentínus Guðnason formaður félagsins að hann óskaði ekki eftir endurkjöri.  Nýr formaður var kosinn Guðlaugur Gunnarsson Ólafsvík.  Guðlaugi er hér með óskað til hamingju með kjörið og velfarnaðar í þeim störfum sem bíða hans.
Strandveiðar, línuívilnun, byggðakvóti, grásleppumál voru nokkuð fyrirferðamikil á fundinum.
Í ályktunum fundarins til 31. aðalfundar LS kom m.a. eftirfarandi fram: 
Áhersla lögð á að stærstur hluti 400 tonna aukningar til strandveiða komi á svæði A.
Að viðmiðun til strandveiða verði aukin í samræmi við leyfilegan heildarafla.
Efnt verði til kosninga meðal grásleppukarla um hvort kvótasetja eigi grásleppuna.
P1070375 (1).jpgÁskorun til Slysavarnaskóla sjómanna að auka fræðslu á þætti öryggismála sem lúta að einmenningssjósókn.
Að stjórnvöld heimili löndun á hvítlúðu.
Að við breytingar á nafni báts sé Samgöngustofu óheimilt að heimila haffæri fyrr en búið er að skrá rétt nafn í AIS kerfið. 
Að lágmarksgjald hvers félagsmanns í LS verði 50 þús.  Hækki árlega um kr. 10 þús. frá því sem nú er. 
Í stjórn Snæfells hlutu eftirtaldir kosningu:
Guðlaugur Gunnarsson formaður
Ásmundur Guðmundsson Stykkishólmi
Örvar Marteinsson Ólafsvik
Runólfur Kristjánsson Grundarfirði
Björgvin Lárusson Grundarfirði


IMG_2652.jpg
Frá Ólafsvík