Niðurfelling aflahlutdeildar

Aðalfundur Bárunnar – félag smábátaeigenda Hafnarfjörður og Garðabær – var haldinn laugadaginn 12. september.
Á fundinum spratt upp umræða um þær gríðarlegu afleiðingar sem það hefur að veiða ekki a.m.k. 50% af úthlutuðum veiðiheimildum.  Við það tapar viðkomandi aflahlutdeildinni varanlega.  Ákvæðið er í 15. gr. laga um stjórn fiskveiða  (L.116/2006): 
„Veiði fiskiskip minna en 50% á fiskveiðiári af úthlutuðu aflamarki sínu og aflamarki sem flutt hefur verið frá fyrra fiskveiðári, í þorskígildum talið, felllur aflahlutdeild þess niður og skal aflahlutdeild annarra skipa í viðkomandi tegundum hækka sem því nemur. (L.22/2010)
 og síðar í sömu grein segir eftirfarandi:
„Tefjist skip frá veiðum í fimm mánuði samfellt vegna tjóns eða meiri háttar bilana hefur afli þess fiskveiðiárs ekki áhrif til niðurfellingar aflahlutdeildar samkvæmt þessari grein.
Á aðalfundi Bárunnar var samþykkt að óska eftir breytingum á greininni.  Ótækt væri t.d. ef menn lentu í vélarbilunum þegar skammt væri eftir af fiskveiðiárinu að ekki væri hægt að gefa undanþágu frá ákvæðinu.  Brýnt væri að rýmka umrætt ákvæði þannig að t.d. skoðunarstofu væri falið að meta eðli bilana og hvaða áhrif hún hefði á veiðar viðkomandi.
Þá var á fundinum umræða um „vökustaura, en í Noregi eru þeir er skylt að hafa slíkan útbúnað um borð í fiskibátum.  Þeir eru tengdir ganghraða bátsins og skynja hreyfingar um borð í bátnum og gefa frá sér hvellt hljóð ef engin hreyfing er í ákveðinn tíma.  Fundurinn taldi rétt að benda á þennan búnað sem reynst hefur vel hjá frændum okkar.
Formaður Bárunnar er Jón B. Höskuldsson 
Á myndinni má sjá hluta fundarmanna á aðalfundinum.  
P1070363.jpg