Sjávarútvegsráðherra leiti til óháðra aðila

Hinn 20. september sl. var haldinn aðalfundur Stranda.  Fundurinn var á Hólmavík og voru umræður snarpar um hin ýmsu málefni smábátaútgerðarinnar.  Einkum var langlíf umræða um ákvörðun sjávarútvegsráðherra um heildarafla hvers fiskveiðiárs, sem lauk með eftirfarandi ályktun:
„Aðalfundur Stranda mótmælir þeirri ákvörðun sjávarútvegsráðherra að framselja vald til ákvörðunar á heildarafla og þar með lífskjörum þjóðarinnar til Hafrannsóknastofnunar.
Fundurinn leggur áherslu á að við ákvörðun um heildarafla hvers fiskveiðiárs verði sjávarútvegsráðherra skylt að leita til óháðra aðila er varðar áreiðanleika gagna Hafrannsóknastofnunar og áhrifum á helstu markaði.
Meðal annarra málefna á fundinum voru strandveiðar, makríll, gjaldtaka hins opinbera og grásleppumál.   Fundurinn samþykkti eftirfarandi þessu tengt:

Mótmælt er harðlega öllum hugmyndum um kvótasetningu á grásleppu.

Kvótasetningu á makríl var mótmælt harðleg og skora Strandir á stjórnvöld að taka upp fyrra stjórnkerfi við veiðar smábáta á makríl. 
Aðalfundur Stranda skorar á LS að kvika ekki frá kröfunni um 16% hlutdeild smábáta í útgefnum heildarafla.

Strandr mótmæla síaukinni gjaldtöku á útgerð smábáta sem byggðar eru á úreltum reglum frá hinu opinbera.  

Strandr skorar á þingmenn NV-kjördæmis að beita sér fyrir auknum afla til strandveiða þannig að ekki komi til stöðvunar veiða í miðjum mánuði. 

Stjórn Smábátafélagsins Stranda var endurkjörin, en hana skipa:
Formaður:    Haraldur Ingólfsson            Drangsnesi 
Ritari:           Anna Þorbjörg Stefánsdóttir  Hólmavík
Gjaldkeri:     Már Ólafsson                         Hólmavík
  
Frá Norðurfirði.jpg
Frá Norðurfirði