Kjarasamningur samþykktur

Á miðnætti í gær lauk atkvæðagreiðslu um kjarasamning LS og Starfsgreinasambandsins um  ákvæðisvinnu við línu og net.  Smábátaeigendur kusu um samninginn hér á heimasíðunni í póstkosningu.  Á kjörskrá voru annars vegar þeir sem fengu línuívilnun á síðasta fiskveiðiári og hins vegar þeir sem höfðu stundað netaveiðar á sama tíma.
Báðir aðilar samþykktu samninginn með miklum mun.  Áður hafði fulltrúaráð SGS samþykkt samninginn.  Samningurinn öðlast því gildi með hækkun launa frá 1. maí sl. og síðan árlega til og með 1. maí 2018.  
Samningurinn gildir til 1. janúar 2018.