Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda sá 31. í röðinni, verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík 15. og 16. október nk. Dagskrá fundarins er með hefðbundnu sniði og hefst fundurinn kl 13:00 nk. fimmtudag.
Öll svæðisfélög LS hafa haldið aðalfundi á undanförnum 3 vikum og kjörið fulltrúa sína á aðalfundinn alls 36 talsins. Auk þess hafa þau samþykkt ályktanir sem teknar verða fyrir á aðalfundinum.
Allir smábátaeigendur velkomnir
Tekið skal fram að aðalfundur LS er öllum smábátaeigendum opinn og geta þeir með
tekið virkan þátt í störfum fundarins að því undanskildu að þeir hafa ekki atkvæðisrétt.