Aðalfundur Drangeyjar – smábátafélags Skagafjarðar var haldinn 4. október sl. H. Steinar Skarphéðinsson formaður félagsins flutti skýrslu um starfsemina af fyrsta starfsári þess, en félagið var stofnað 24. janúar 2015. Stofnfélagar voru 25, en nú eru félagsmenn 29.
Í skýrslu formanns kom m.a. eftirfarandi fram:
- Viðræður við hafnaryfirvöld um að bæta hafnaraðstöðu á Sauðárkróki og Hofsósi.
- Fundur með stjórnendum fiskmarkaðarins um aukna þjónustu.
- Samvinna Drangeyjar, Fisk Seafood og sveitarfélagsins um afnám löndunarskyldu á byggðakvóta.
- Fundur með Sigurði Sigurgeirssyni hjá Norden um verkun grásleppuhrogna. Í samstarfi við hann var komið á fót verkunarstöðvum á Sauðárkróki og Hofsósi sem báðar væru nú komnar með stimpil frá MSC.
- Umsókn Drangeyjar um fullgilda aðild sem 16. svæðisfélagið innan LS.
Á aðalfundinum voru samþykkt ályktanir um strandveiðar og dragnótaveiðar.
Formaður LS og framkvæmdastjóri mættu á aðalfund Drangeyjar fluttu mönnum fréttir af starfsemi og svöruðu fyrirspurnum.
Stjórn Drangeyjar er skipuð eftirtöldum:
H. Steinar Skarphéðinsson formaðurHöskuldur Hjálmarsson varaformaðurÞórður Þórðarson ritariÞorvaldur Steingrímsson gjaldkeriJón G. Jóhansson meðstjórnandi
Frá Sauðárkróki