Pappírslaus aðalfundur í fjórða sinn

31. aðalfundur LS verður settur kl 13:00 nk. fimmtudag 15. október.  Nú eins og á þremur síðustu aðalfundum verður hann nánast pappírslaus.  Aðeins ársreikningur LS 2014 mun liggja fyrir prentaður.  
Hægt verður að fylgjast með fundinum hér á heimasíðunni og á facebook síðu LS.
Í kassanum Screen Shot 2015-10-13 at 09.36.13.png  hér til vinstri eru birtar upplýsingar um fundinn.   
Þar eru nú komnar tillögur sem borist hafa til fundarins og verða teknar fyrir af þremur nefndum sem þar starfa:  Sjávarútvegsnefnd, Allsherjarnefnd og Kjörbréfa- og uppstillinganefnd.
aðalf fánar.jpg
Fulltrúar á aðalfundinum eru beðnir um að kynna sér þær vel, þar sem nefndarstörf hefjast strax að loknum ávörpum í kjölfar setningar fundarins.   Formenn og ritarar nefnda munu varpa hverri tillögu fyrir sig á tjald þannig að auðvelt verður að fylgjast með við umræðu. 
 
Nefndastörfum lýkur á fimmtudeginum þar sem nefndirnar ákveða hvaða tillögum vísa til endanlegrar afgreiðslu á föstudag.
LS_adalfundur_2015.jpg