Aðalfundur LS stendur yfir. Í setningarræðu Halldórs Ármannssonar formanns LS lagði hann mikla áherslu á öryggismál. Hann ræddi um öryggisþætti um borð í bátunum og mikilvægi þess að sjómenn gætu treyst þeim. Halldór sagði mikilvægt að aðilar drægju lærdóm af því sem brugðist hafði er Jón Hákon sökk á sl. sumri.
„Þau öryggistæki sem bátsverjar á Jóni Hákoni áttu allt sitt undir brugðust á allan hátt og allt ferlið sem lýtur að öryggisþætti þessa báts þarf að endurskoða. Þá meina ég auðvitað öll þau gögn sem liggja fyrir um ástand og úttektir á búnaði og einnig allar skoðanir og prófanir. Allir sjófarendur treysta því og eiga allt undir því að sá búnaður sem er viðurkenndur sem björgunarbúnaður komi til bjargar þegar á þarf að halda. Því biðlum við til stjórnvalda að allt sé gert í öryggismálum sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sjófarendur upplifi sig ekki í fölsku öryggi. sagði Halldór Ármannsson formaður LS