Á aðalfundi LS sem lauk sl. föstudag átti sér stað mikil umræða um væntanlegt frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um umgengni við nytjastofna sjávar 57/1996. Vigtun, afladagbók, kæling afla og fjölmargt annað heyrir til þessara laga.
Í dag hafa 107 aðilar leyfi til endurvigtunar á afla. Þarna er um að ræða fiskmarkaði og vinnsluaðila. Í drögum að frumvarpi sem sjávarútvegsráðherra hefur kynnt er gert ráð fyrir þessi leyfi verði felld úr gildi og vigtun ljúki á hafnarvog með 4% ísprósentu.
Í umsögn LS um málefnið dags. 23. september sl var tekið undir það sjónarmið að ljúka vigtun á hafnarvog. Eftir að aðalfundur fjallaði um málefnið og sérfræðingar LS hafa gefið álit sitt er þó ljóst að svo ófrávíkjanleg regla getur leitt til lakari gæða. Hún kemur t.d. ekki í veg fyrir umstöflun á fiski sem gagnrýnd hefur verið.
Niðurstaða aðalfundar LS um málefnið var eftirfarandi samþykkt:
„Aðalfundur LS skorar á stjórnvöld að einfalda vigtarreglur og framkvæmd við vigtun á bolfiskafla, en gera engar breytingar nema tryggt sé að þær auki gæði frá því fiskur er veiddur og þar til hann er kominn á disk neytenda.
Frá 31. aðalfundi LS