Lokið er úrvinnslu á tilboðum sem bárust til Fiskistofu á skiptimarkaði í október. Óskað var eftir þorski í skiptum við aðrar tegundir. Aðeins 203 tonn af þorski skiluðu sér að þessu sinni.
Nokkur áhugi var að fá keilu í skiptum fyrir þorsk. Alls fóru 75,7 tonn af henni út af markaðinum sem fékk í staðinn 27,9 tonn af þorski. Mest safnaðist af þorski í skiptum fyrir síld, alls 145 tonn fyrir 423 tonn af síld.
Tilboðum þar sem boðinn þorskur náði ekki 60% af þorskígildi var hafnað.